Krefjandi verkefni framundan!
09.04.2016
Arnar Árnason, formaður LK, ritar leiðarann á naut.is í apríl. Ræðir hann m.a. um upphaf starfsársins fyrir stjórn LK, um skilning og þekkingu almennings á starfsumhverfi kúabænda sem og um stöðu búvörusamningsins og segir m.a.:
„Framundan er mikið verk við að fylgja nýju samningunum okkar stuttann en grýttann spöl í gegnum þingið. Margir aðilar á þeim vettvangi hafa tjáð sig um samninginn og gefið það í skyn í sínum málflutningi að þeir hyggist koma í veg fyrir að málin verði til lykta leidd. Í mínum huga er málið tiltölulega einfalt, ríkið var með sína samninganefnd við þetta borð og við verðum að gera ráð fyrir, þrátt fyrir mikinn glundroða á þingi síðustu daga, að þessi nefnd hafi ekki verið umboðslaus og að þess vegna sé góður meirihluti á þingi fyrir samningunum. Það eru þó alltaf til einhverjir sem eru til í að hoppa um borð í alla óánægjuvagna sem líða hjá, alveg sama hvert málefnið er. Okkar hlutverk hjá LK í þessari vinnu, er að halda fólki upplýstu og svara þeim fyrirspurnum sem til okkar verður beint.“
Smelltu hér til þess að lesa leiðarann í heild sinni/SS