Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kraftur í Landbúnaðarháskólanum

25.05.2005

Á fundi Fagráðs í nautgriparækt, sem haldinn verður á mánudaginn kemur, verða teknar til umsagnar fjölmargar umsóknir um styrki við rannsóknarverkefni. Alls hafa borist 10 umsóknir um styrki, þar af 8 frá Landbúnaðarháskólanum. Fleiri umsóknir á sama tíma hafa ekki borist Fagráði í langan tíma og er það fagnaðarefni fyrir kúabændur að aukinn kraftur sé á ný að færast í rannsóknir í nautgriparækt. Heiti einstakra verkefna er svohljóðandi:

1. Hagkvæmnismörk framleiðslu mjólkur utan/innan greiðslumarkskerfisins.

 
2. Áhrif lausra fitusýra í mjólk á bragðgalla.
 
3. Kennslubók í nautgriparækt.

 
4. Ísgerð úr eigin mjólk.
 
5. Tækni við mjólkurfóðrun kálfa.
 
6. Legusvæði fyrir kálfa og kvígur.

 
7. Flæðihraði mjólkur við mjaltir.
 
8. Könnun á reynslu bænda af mjaltaþjónum.
 
9. Beit mjólkurkúa til hámarksafurða.

 

10. Þróun skyldleikaræktar, þéttleika ætternisgagna og erfðaframlag valdra gripa í íslenska kúastofninum.