Kraftur í Landbúnaðarháskólanum
25.05.2005
Á fundi Fagráðs í nautgriparækt, sem haldinn verður á mánudaginn kemur, verða teknar til umsagnar fjölmargar umsóknir um styrki við rannsóknarverkefni. Alls hafa borist 10 umsóknir um styrki, þar af 8 frá Landbúnaðarháskólanum. Fleiri umsóknir á sama tíma hafa ekki borist Fagráði í langan tíma og er það fagnaðarefni fyrir kúabændur að aukinn kraftur sé á ný að færast í rannsóknir í nautgriparækt. Heiti einstakra verkefna er svohljóðandi:
1. Hagkvæmnismörk framleiðslu mjólkur utan/innan greiðslumarkskerfisins.
2. Áhrif lausra fitusýra í mjólk á bragðgalla.
3. Kennslubók í nautgriparækt.
4. Ísgerð úr eigin mjólk.
5. Tækni við mjólkurfóðrun kálfa.
6. Legusvæði fyrir kálfa og kvígur.
7. Flæðihraði mjólkur við mjaltir.
8. Könnun á reynslu bænda af mjaltaþjónum.
9. Beit mjólkurkúa til hámarksafurða.
10. Þróun skyldleikaræktar, þéttleika ætternisgagna og erfðaframlag valdra gripa í íslenska kúastofninum.