Kostnyt – ný kjarnfóðurlína frá Líflandi
09.05.2011
Lífland hf hefur nú sett á markað nýja kjarnfóðurlínu – Kostnyt. Í boði eru tvær tegundir, Kostnyt 16 og Kostnyt 20, talan vísar til próteininnihaldsins í þeim. Að sögn félagsins henta þær fyrir kýr á síðari hluta mjaltaskeiðsins, með prótein- og orkuríku gróffóðri. Í töflunni hér að neðan má sjá innihaldslýsingu og helstu upplýsingar um fóðurfræðilega eiginleika Kostnyt 16. Neðst í pistlinum er að finna hlekk á upplýsingar um samsetningu á öllum blöndum fyrirtækisins.
Hráefni: | |
Hveitiklíð | 45,0% |
Sojamjöl | 13,1% |
Bygg | 12,7% |
Maís | 10,0% |
Sykurrófur | 10,0% |
Melassi | 4,0% |
Dairy Standard | 3,0% |
Kalksteinn K12 | 1,4% |
Bergafat | 0,8% |
Efnainnihald | Í kg fóðurs |
Orka | 0,96 FEm |
Prótein | 16,0% |
Amínósýrur og próteinjafnvægi | Í kg fóðurs |
AAT | 96 g |
PBV | 11 g |
Uppskriftir að fóðurblöndum Líflands.