Beint í efni

Kosning um endurskoðun búvörusamninga

15.11.2019

Bændur athugið!

Í framhaldi af undirritun samkomulags um endurskoðun búvörusamninga 25.október s.l. og haustfundum LK sem nú standa yfir þar sem samkomulagið er kynnt frekar mun fara af stað atkvæðagreiðsla um endurskoðunina.

Kjörstjórn hefur ákveðið að atkvæðagreiðsla muni hefjast á hádegi miðvikudaginn 20. nóvember og ljúki á hádegi miðvikudagsinn 27. nóvember.

Frekari auglýsingar um kosningarnar verða birtar m.a. á samfélagsmiðlum og Bændablaðinu.

Til að geta kosið er nóg að vera félagi í annað hvort LK eða BÍ og verða atkvæði bundið við félaga en ekki innleggjenda sem dæmi, ef hjón sem standa að búrekstri eru bæði félagar í annað hvort LK eða BÍ og virkir þátttakendur í skýrsluhaldi, þá eru það tvö atkvæði.

Við tökum sérstaklega fram að til að geta kosið þarf að hafa rafræn skilríki. Án þeirra er ekki hægt að greiða atkvæði. Rafræn skilríki er hægt að nálgast í þjónustubanka og á ekki að taka langa stund að afgreiða slíkt.