Kornverð fer lækkandi á ný
03.07.2009
Samkvæmt tölum frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu hafa þarlendir bændur ekki lagt meira land undir maísrækt síðan 1946, 35,2 milljónir hektara. Síðan þessar tölur komu fram þann 30. júní sl. hefur maísverð á heimsmarkaði fallið um 8%. Hveiti- og byggverð hefur einnig verið fallandi að undanförnu.
Verð á maís í Evrópu í dag var um 140 €/tonnið (24.800 kr) og fóðurhveiti kostaði 111 €/tonnið (19.700), ef miðað er við afhendingu í nóvember n.k.
Vonandi ná þessar lækkanir á hráefnunum til innlendra kjarnfóðurframleiðenda á næstunni.
Heimildir: