Kornþresking gengur vel
27.09.2006
Kornþresking er víða langt komin og er uppskera í góðu meðallagi að sögn Ingvars Björnssonar, ráðunautar hjá Búgarði. Þroski kornsins er hins vegar undir meðallagi og þurrefnishlutfall í samræmi við það. Svipaða sögu er að segja á Suðurlandi, þar er uppskera í góðu meðallagi en þroski mjög misjafn. Allt frá því að vera prýðilega góður yfir í það að kornið er mjög grænt ennþá.
Meðfylgjandi myndir voru teknar 22. september s.l., en þá stóð kornsláttur sem hæst hjá Pétri Guðmundssyni bónda í Stóru-Hildisey 1 í Austur-Landeyjum. Uppskera þar var á milli 3 og 4 tonn af hektara.