Kornspretta lítur vel út
18.07.2008
Kornakrar landsmanna líta víðast hvar vel út um þessar mundir, enda hefur sprettutíð verið góð, hiti í maí og júní var yfir meðallagi, einkum um vestan- og sunnanvert landið. Á þeim svæðum hefur þó verið helst til þurrt undanfarið. Korn er víða skriðið og gerist það fyrir miðjan júlí má vænta ágætrar uppskeru. Það veltur þó mjög á tíðarfari í september hverning gengur að ná henni í hús.
Framkvæmdastjóri LK var á ferðinni í Biskupstungum í vikunni og tók þessar myndir af kornökrum þar í sveit. Eins og sjá má er byggið fullskriðið og fallegt yfir að líta.
Akur á Heiði í Biskupstungum.
Hér fæst vonandi góð uppskera í haust!
Byggakur á Spóastöðum í Biskupstungum, Skálholt í baksýn.
Yrkið er Vega, tveggja raða.