Beint í efni

Kornmóttaka Bústólpa haustið 2012 – verðskrá og gæðaflokkun

06.09.2012

Eins og undangengin ár tekur Bústólpi á móti korni frá bændum til kaups eða til frekari vinnslu fyrir bændur. Þessi þjónusta Bústólpa hefur mælst vel fyrir og aukist jafnt og þétt frá því byrjað var skipulega að taka á móti íslenskt ræktuðu byggi af bændum til fóðurgerðar haustið 2008.

 

Kornmóttaka er þegar hafin og lítur byggið mjög vel út í ár og stenst fyllilega samanburð við það sem best gerist í innfluttu byggi. Þegar er búið að taka á móti um 115 tonnum af uppskeru haustsins.

 

Verðskrá liggur nú fyrir og verða greiddar 44 kr pr kg án vsk fyrir 1. flokks bygg (55,22 kr með vsk). Meðfylgjandi er nánari verðskrá og gæðaflokkunarreglur við kaup og móttöku á byggi hjá Bústólpa.

 

Verðskrá og gæðareglur Bústólpa haustið 2012

 

Tilkynning frá Bústólpa ehf