Beint í efni

Konungurinn verðlaunar fyrir mjólkurgæði

05.03.2016

Karl XVI, konungur Svíþjóðar, mun þann 18. apríl næstkomandi veita 37 sænskum kúabændur sérstök gullverðlaun fyrir einstök mjólkurgæði, en á hverju ári eru nokkrir bændur heiðraðir með þessum hætti. Um afar gamla hefð er að ræða en árið 1958 voru fyrstu verðlaunin veitt, þá af Gústaf VI þáverandi konungi og föður Karls XVI. Til þess að hljóta þessi merku verðlaun þurfa mjólkurgæðin að hafa verið sérlega góð og það í 23 ár, en skýringin á því afhverju 23 ár eiga að hafa liðið felst víst í sameiningu tveggja ólíkra matskerfa hér á árum áður.

 

Til þess að hljóta verðlaunin þurfa mjólkurgæðin alltaf að hafa verið í fyrsta flokki og aldrei að hafa komið til verðskerðing vegna mjólkurgæða. Samhliða veitingu þessara 37 verðlauna í ár munu samtök sænskra bænda veita mörgum öðrum kúabændur sérstakar viðurkenningar fyrir góð mjólkurgæði. Þannig er veitt viðurkenning hafi mjólkurgæðin haldist í fyrsta flokki þrjú ár í röð, þá fá kúabændur bronsskjöld hafi gæðin haldist í fyrsta flokki í átta ár í röð, þá er silfurskjöldur veittur hafi mjólkurgæðin verið í fyrsta flokki í 13 ár í röð og síðast veittur gullskjöldur hafi mjólkurgæðin verið í fyrsta flokki í 18 ár/SS.