Beint í efni

Konunglegt nautakjöt!

16.05.2006

Karl Gústav Svíakonungur hefur látið einn af æskudraumum sínum rætast. Á herragarði hans Stenhammar í Sörmland er verið að fjárfesta í aðstöðu til lífrænnar nautakjötsframleiðslu fyrir 180 milljónir. Framleiðsla hefst í haust og verður komin í fullan gang eftir 3 til 4 ár. Að sögn bústjórans á búinu sýnir konungur framkvæmdunum mikinn áhuga og reynir að taka þátt í þeim, að því marki sem tími hans leyfir.  

Nú þegar hefur kóngur keypt undaneldisdýr á búið. Í lok apríl festi hann kaup á Simmental nautinu Jazz, mátti hann greiða 1 milljón króna fyrir tarfinn. Það er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir Simmental í svíaríki. Fyrirhuguð eru kaup á 4 nautum til viðbótar. Þá eru kýrnar orðnar 20, reiknað er með þær verði orðnar 120-150 talsins í haust. Þegar framleiðslan verður komin í fullan gang verða 300 kýr á búinu, þar af þriðjungur hreinræktaðir gripir af Simmental og Angus kyni.

Heimild: www.lantbruk.com