Beint í efni

Könnun – Gagnaöflun ætluð starfi skógarbænda

25.01.2024

Könnunin snýr að viðarnytjum, námi, kolefnismálum, málþingi, ofl. Niðurstöðurnar verða notaðar sem heild til að sýna fram á ávinning af skógrækt á Íslandi og viðhorfi skógarbænda til eflingar félagsstarfa, ef marktæk þátttaka næst.

Svörin verða ekki opinberuð sundurliðuð né verða þau greind eða rakin til einstakra þátttakenda.  

Könnunin er unnin af Búgreinadeild skógarbænda hjá Bændasamtökum Íslands og félögum skógarbænda á landsvísu (FSA, FsN, FSS, FSV, FSVfj) 

Við sem stöndum að könnuninni heitum fullum trúnaði.

Trúnaðarmaður könnunarinnar er Hlynur Gauti Sigurðsson (hlynur@bondi.is) starfsmaður Bændasamtaka Íslands

Könnunin opnaði á miðvikudaginn 24. janúar og líkur á mánudeginum 5. febrúar.