
Könnun á meðal sauðfjárbænda
12.07.2021
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fengið rannsóknarfyrirtækið Maskínu til að framkvæma könnun á meðal sauðfjárbænda. Hún fjallar um viðhorf sauðfjárbænda til innri og ytri aðstæðna í greininni, framtíðarhorfur og viðhorf til umhverfis og loftslagsmála. Könnunin er liður í aðgerðaráætlun til eflingar íslensks landbúnaðar sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti í febrúar og snýr að sértækri vinnu vegna sauðfjárræktarinnar. Niðurstöður könnunarinnar munu gefa greinargott yfirlit yfir stöðu greinarinnar og nýtast meðal annars við stefnumótun tengt endurskoðun sauðfjársamnings. Haft verður samband við þátttakendur í könnuninni með símtölum og tölvupósti. Sauðfjárbændur eru hvattir til þátttöku.