Beint í efni

Kominn biðlisti í bændaferðina til Nýja-Sjálands

24.09.2004

Fyrirhuguð bændaferð til Nýja-Sjálands hefur svo sannarlega fengið góðar viðtökur og nú er svo komið að ekki er unnt að lofa öruggu sæti í ferðinni, en alls hafa rúmlega 60 skráð sig í ferðina. Áhugasamir eru þó hvattir til að hafa samband og láta skrá sig á biðlista í ferðina, enda ekki víst að allir sem hafa skráð sig á listann slái til – en það mun liggja fyrir í lok október. Hægt er að láta skrá sig á biðlista með því að senda tölvupóst til LK: lk@naut.is eða hafa samband við skrifstofu LK í síma 433 7077.