Beint í efni

Komdu með í felt með GróLind!

26.06.2023

Nú í sumar býðst áhugasömum að fylgjast með vöktunarreitum Grólindar og vera með/fylgjast með þeim mælingum sem Grólindarteymið framkvæmir.

Grólindarteymið verður á ferðalagi um landið í c.a. 11 vikur og ætla þau að reyna að finna góða staði og tímasetningar þar sem fólk getur farið með í feltferð. Um er að ræða vöktun á reitum sem eru 50x50 cm að stærð og innan þessara reita eru framkvæmdar ýmsar mælingar á gróðri og jarðvegi. Mælingarnar taka yfirleitt á bilinu 1-2 klst.

Inn á vefsvæði Grólindar, má finna upptöku af opnum fundi sem haldinn var í fjarfundarbúnaði þann 31. maí sl. þar sem fjallað er um verkefnið í heild og hvað Grólind hefur verið að gera síðustu ár, eða frá því 2017 þegar verkefninu hófst. Upptökuna má finna hér, en á 11 mínútu er sagt frá vöktunarreitunum sem um ræðir.

Allar nánari upplýsingar má finna inn á vefsvæði Grólindar.