Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Koma oftar í mjaltaþjóninn ef hann spilar tónlist!

20.09.2019

Ung dönsk stúlka, Emma Weiss Nielsen, vann nýverið til nýsköpunarverðlauna í Danmörku fyrir þróun á hugbúnaði sem spilar sérstaka tónlist fyrir kýr í mjaltaþjóni. Þessi unga stúlka hafði heyrt um rannsóknir á samhengi afurðasemi kúa og tónlistar og prófaði margskonar mismunandi tónlist á kúabúi með mjaltaþjóna. Hún komst að því að með því að spila tónlist sem er róleg en skiptir oft um takt þá koma kýrnar oftar í heimsókn í mjaltaþjóninn. Hún prófaði m.a. rússneska þjóðlagatónlist, simfóníur og allt þar á milli og í kjölfarið hefur hún þróað sérstakan hugbúnað sem býr til sérstök hljómföll sem henta sérstaklega fyrir kýr!

Þessi magnaða stúlka hefur þegar fengið mikla athygli heima fyrir og heldur nú á Evrópumót ungs hugsvitsfólks, þar sem keppt er um Evrópubikarinn í uppfinningum/SS.