Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kolefnisreiknivél Eyjafjarðarsveitar

25.10.2019

Umhvefisnefnd Eyjafjarðarsveitar hefur látið þróa og setja upp metnaðarfulla kolefnisreiknivél fyrir landbúnað.

Framtakið er í takt við hin ýmsu verkefni í loftslagsmálum sem bæði atvinnugreinar, sveitafélög og ríkisstjórn hafa verið að vinna að.

Reiknivél þessi er opin öllum og getur verið áhugavert fyrir bændur að máta sitt bú og rekstur inn í hana.

Vilji menn afla sér betri þekkingar, fá nákvæmari úttekt eða aðstoð við að bæta stöðu sína í þessum málum mælum við með að hafa samband við Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins sem býr orðið yfir þekkingu og vinnulagi á slíku.

Landssamband kúabænda er að láta vinna fyrir sig úttekt á kolefnisspori nautgriparæktar á Íslandi. Sú vinna er byggð á íslenskum forsendum með aðstoð ýmissa ráðgjafa undir handleiðslu EFLU verkfræðistofu. Útreikningurinn er á lokametrunum ef svo má taka til orðs og mun LK kynna niðurstöður þegar þær liggja fyrir.

Reiknivélin sem um ræðir er birt á nýrri heimasíðu sveitarfélagsins og má nálgast hana HÉR.