Beint í efni

Köfnunarefnið fellur eins og steinn

24.10.2008

Samkvæmt upplýsingavef Yara hefur verð á köfnunarefnisáburði fallið eins og steinn í þessari viku. Verð á ammonium áburði hefur lækkað úr 830 $ pr. tonn í síðustu viku í 498 $ pr. tonn í gær. Verð urea er nú 305 $ á tonnið en fór hæst í 820 dollara í ágústmánuði sl. Sem kunnugt er fylgir verð á köfnunarefnisáburði olíuverði mjög náið. Fosfórinn hefur lækkað lítillega að undanförnu, stendur nú í 1.943 $ tonnið, fór hæst í 2.268 $ fyrir um mánuði. Hann er þó ennþá margfalt dýrari nú en undanfarin ár, fyrir ári síðan kostaði tonn af fosfór 563 $. Vonandi eru frekari lækkanir í farvatninu á honum. Þá þarf vart að fjölyrða um mikilvægi þess að gjaldeyrisviðskipti komist í skikkanlegt horf og að gjaldmiðill vor styrkist í kjölfarið. Gangi það eftir, standa vonir til að þær stórkostlegu verðhækkanir sem boðaðar hafa verið á áburði, gangi ekki eftir.

 Nánar má sjá þróun á áburðarverði með því að smella hér.