Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Köfnunarefnið fellur eins og steinn

24.10.2008

Samkvæmt upplýsingavef Yara hefur verð á köfnunarefnisáburði fallið eins og steinn í þessari viku. Verð á ammonium áburði hefur lækkað úr 830 $ pr. tonn í síðustu viku í 498 $ pr. tonn í gær. Verð urea er nú 305 $ á tonnið en fór hæst í 820 dollara í ágústmánuði sl. Sem kunnugt er fylgir verð á köfnunarefnisáburði olíuverði mjög náið. Fosfórinn hefur lækkað lítillega að undanförnu, stendur nú í 1.943 $ tonnið, fór hæst í 2.268 $ fyrir um mánuði. Hann er þó ennþá margfalt dýrari nú en undanfarin ár, fyrir ári síðan kostaði tonn af fosfór 563 $. Vonandi eru frekari lækkanir í farvatninu á honum. Þá þarf vart að fjölyrða um mikilvægi þess að gjaldeyrisviðskipti komist í skikkanlegt horf og að gjaldmiðill vor styrkist í kjölfarið. Gangi það eftir, standa vonir til að þær stórkostlegu verðhækkanir sem boðaðar hafa verið á áburði, gangi ekki eftir.

 Nánar má sjá þróun á áburðarverði með því að smella hér.