
Kjötframleiðslan jókst í síðasta mánuði
22.02.2008
Framleiðsla á kjöti í janúar var 7,8% meiri en í sama mánuði í fyrra. Framleiðsla jókst á alifuglakjöti um 10,7%, nautgripakjöti um 16,1% og hrossakjöti um 61,2%. Síðastliðna 12 mánuði hefur kjötframleiðslan aukist um 6,3%.
Sala á kjöti var með besta móti í janúar eða 15,9% meiri en í sama mánuði í fyrra. Þessi mikla aukning kann þó að hluta til að eiga sér skýringu í hve snemma sprengidag bar upp í ár, enda tæp 50% aukning í kindakjöti. Á sama hátt var febrúar í fyrra mikill kjötsölumánuður. Kjötsala sl. 12 mánuði er 7,8% meiri en næstu tólf mánuði á undan. Alifuglakjöt eykur enn hlutdeild sína í heildar kjötmarkaðnum og er nú komið yfir 30%.
Framleiðsla mjólkur er enn vaxandi og nemur nú tæplega 125 millj. lítrum á 12 mánaða tímabili miðað við lok janúar sl. Sala á próteingrunni í janúar var 2,99% meiri en í sama mánuði í fyrra en 6,86% aukning á fitugrunni.