Beint í efni

Kjötframleiðslan í heiminum árið 2003 jókst um 2,3%

11.06.2004

Árið 2003 nam heildarframleiðsla á kjöti í heiminum um 253,5 milljón tonnum og var það aukning um 2,3% frá fyrra ári eða um 5,8 milljón tonn. Aukningin nemur um 230-faldri heildarkjötframleiðslu Íslendinga. Mesta aukning var á framleiðslu svínakjöts eða um 3,1%. Hlutföll á milli búgreina haldast óbreytt á milli ára og er svínakjöt mest framleidda kjöttegundin í heiminum með um 39% hlutdeild, þá alífuglakjöt með 26% og nautakjöt með 23%.