
Kjötframleiðsla og sala minni en á sama tíma í fyrra
13.02.2009
Framleiðsla á kjöti var 9,3% minni en í sama mánuði 2008. Mest munar um 22,5% samdrátt í alifuglakjöti og tilsvarandi 25% samdrátt í sölu þess. Framleiðsla og sala svínakjöts hefur aukist um 10,5% sl. ár þar af 13,5% síðustu 3 mánuði.
Sala á kjöti var 24% minni en á sama tíma í fyrra og um 11% síðustu þrjá mánuði. Mestur samdráttur er á sölu kindakjöts milli mánaða 55.3% og 27,6% sé horft til síðustu þriggja mánaða. Þetta má að einhverju leyti skýra af því að sala vegna sprengidags féll á janúar í fyrra. Eins var mikil sala í október og raunar mánuðina ágúst til október en þá nam söluaukning 30% miðað við sama tíma 2007. Landsmenn búa því að góðum kjötbirgðum í frystikistum sínum. Sala á alifuglakjöti dróst eins og áður segir saman um 25% en sala á öðru kjöti jókst.
Frekari upplýsingar um einstakar tegundir kjöts í framleiðslu og sölu er að finna hér.