Beint í efni

Kjötafurðastöð KS og Sláturhús KVH boða 6% hækkun í haust

30.04.2021

Kjötafurðastöð KS og Sláturhús KVH gáfu út fréttabréf nú í apríl.  Í fréttabréfinu er farið yfir ýmiss mál svo sem afkomu, sláturtíðina 2020 og einnig fjallað um sölu og markaðsmál.  Í umfjöllun um næstu sláturtíð kemur fram að ef fram fer sem horfir ætti hækkun afurðaverðs á komandi hausti að vera sambærileg og síðastliðið haust, eða um 6%. Þegar nær dregur verða forsendur metnar og gefin út verð.

Undanfarin ár hafa verðskrár sláturleyfishafa komið seint fram.  Það er því mánægjulegt að KS og SKVH taki nú af skarið og upplýsi bændur hvað er í vændum.  Reiknað afurðaverð KS og SKVH árið 2020 var 508 kr/kg og færi í 539 kr/kg miðað við 6% hækkun.  Sannarlega er þörf á meiri hækkun, en í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi er þetta skref í rétta átt.