Beint í efni

Kjarnfóðurverð til færeyskra kúabænda 28,55 kr

21.08.2007

LK hefur fengið kjarnfóðurverðlista frá Meginfélagi Búnaðarmanna í Færeyjum, en félagið rekur mjólkursamlagið og kjarnfóðursöluna í landinu. Verðlistinn var gefinn út 14. ágúst sl. og m.v. gengi dönsku krónunnar þessa stundina (12,20) er verð á algengri blöndu með 18,5% próteini 28,55 isk/kg eða 2,34 dkk, komið til bænda. Blöndurnar eru flestar framleiddar af KOF Agro í Danmörku.

Munur á verði hér og þar er gríðarlegur, um og yfir 50%. Hluti af skýringunni er að hér er ennþá verið að nota fiskimjöl sem próteingjafa, spurningin er bara hvort það er ekki orðið allt of dýrt til að nota í kúafóður. Í rauninni eru engar málefnalegar forsendur til þess að verð á kjarnfóðri geti ekki verið það sama í báðum þessum löndum. Siglingaleiðin til Íslands er aðeins lengri en á móti kemur að íslenski markaðurinn er margfalt stærri en sá færeyski.