Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kjarnfóðurverð til færeyskra kúabænda 28,55 kr

21.08.2007

LK hefur fengið kjarnfóðurverðlista frá Meginfélagi Búnaðarmanna í Færeyjum, en félagið rekur mjólkursamlagið og kjarnfóðursöluna í landinu. Verðlistinn var gefinn út 14. ágúst sl. og m.v. gengi dönsku krónunnar þessa stundina (12,20) er verð á algengri blöndu með 18,5% próteini 28,55 isk/kg eða 2,34 dkk, komið til bænda. Blöndurnar eru flestar framleiddar af KOF Agro í Danmörku.

Munur á verði hér og þar er gríðarlegur, um og yfir 50%. Hluti af skýringunni er að hér er ennþá verið að nota fiskimjöl sem próteingjafa, spurningin er bara hvort það er ekki orðið allt of dýrt til að nota í kúafóður. Í rauninni eru engar málefnalegar forsendur til þess að verð á kjarnfóðri geti ekki verið það sama í báðum þessum löndum. Siglingaleiðin til Íslands er aðeins lengri en á móti kemur að íslenski markaðurinn er margfalt stærri en sá færeyski.