Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kjarnfóðurverð hjá Felleskjøpet í Noregi

29.06.2007

Á heimasíðu Felleskjøpet, sem er stærsti framleiðandi á kjarnfóðri í Noregi, má finna verðlista yfir kjarnfóðurblöndur. Nýjasta verðlistanum, sem gildir fyrir júnímánuð 2007 hefur verið fundinn staður á kjarnfóðursíðu naut.is og umreiknaður m.v. gengi norsku krónunnar í dag, sem er um 10,65 kr.

Það skal viðurkennt að samanburðurinn á kjarnfóðurverði milli landa er óhagstæður. Verð á blöndum á borð við Formel Favør 40, blanda sem hentar við algengar aðstæður, er 27,24 kr/kg. Formel Super, sem er blanda fyrir mjög hámjólka kýr sem fá 17-18 kg kjarnfóðurs á dag, kostar 29,79 kr. Þetta verð gildir fyrir meðlimi í FK en er án afsláttarkjara. Lægsta verð á svipuðum blöndum hér á landi er 9-11 kr hærra pr. kg., þ.e. með afsláttarkjörum. Verðmunurinn er því á bilinu 30-35%.

 

Ef tekið er mið að blöndum sem farið var að bjóða á markaði hér í vor, en engar upplýsingar hafa fengist um hvernig seljast þó eftir þeim hafi verið leitað, þá er munurinn 3-7,5 kr kg, eða 10-20%. Þær blöndur eru án fiskimjöls.

 

Samkvæmt upplýsingum frá FK notar fyrirtækið fiskimjöl í sínar blöndur, líkt og tíðkast hér á landi. Magnið er þó takmarkað, vegna þess hve verðið á fiskimjölinu er hátt.

 

Þó ber að geta þess að viðskiptakjör FK eru með þeim hætti að fyrirtækið er nánast skyldað til að kaupa hráefni í kjarnfóðrið innanlands, á mun hærra verði en hægt væri að nálgast það t.d. í Danmörku eða annars staðar, þar sem tollar eru lagðir á hráefni til kjarnfóðurgerðar í Noregi. Hér á landi eru engir tollar á slík hráefni, þeir voru afnumdir 1. júlí 2006.