Kjarnfóðurverð hækkar
18.03.2004
Tvær fóðursölur hafa hækkað kjarnfóðurverð hjá sér, Mjólkurfélag Reykjavíkur og Fóðurblandan hf. Hækkunin er á bilinu 2,5 – 3%. Þær skýringar fengust hjá fulltrúum fóðursalanna að hækkunin sé vegna hærra aðfangaverðs, en maís, soya og hveiti hafa hækkað mikið í vetur í kjölfar uppskerubrests í Evrópu síðastliðið sumar. Þrátt fyrir lágt gengi dollars vegur hækkun heimsmarkaðsverðs á korni þyngra.
Smellið hér til að sjá kjarnfóðurverðlista.