Beint í efni

Kjarnfóðurgjöf á árskú hefur tvöfaldast á áratug

27.11.2006

Þegar litið er á þróun kjarnfóðurnotkunar skv. skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar, sést að í ár er hverri árskú gefið tvöfalt meira kjarnfóður en fyrir tíu árum síðan. Árið 1996 var kjarnfóðurgjöfin 519 kg og hafði hún þá síðustu 10 árin þar á undan verið á því bili. Síðustu 12 mánuði er meðaltalið á árskúna 1056 kg kjarnfóðurs og hefur gjöfin aukist um 6%, bara á síðasta ári. 

Á þessu 10 ára tímabili hafa afurðir eftir kúna aukist um 1.187 kg mjólkur, úr 4.141 kg í 5.351 kg. Til samanburðar má benda á að meðalafurðir kúa í Svíþjóð hafa aukist á tímabilinu ’95-’05 úr 7.800 kg í 9.200 kg, eða um 1.400 kg.