Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kjarnfóður fyrir kýr á beit

14.08.2015

Nú í sumar kynnti Landstólpi ehf. nýja kjarnfóðurblöndu sem heitir SumarBúster. Blandan er sérstaklega ætluð fyrir kýr á beit en lækkun á fituinnihaldi í mjólkinni er mjög algeng þegar kýr fá ferskt gras eða fara á beit á vorin og sumrin en SumarBúster á að viðhalda því. Fóðrið á því að hafa jákvæð áhrif á fitu- og próteininnihald í mjólkinni en auk þess er það orkumeira en hefðbundið kjarnfóður. Hærra hlutfall trénis í fóðrinu örvar virkni vambarinnar sem svo ætti að leiða til meiri mjólkurframleiðslu. Ferskt gras, þá sérstaklega í sólskini, er þakið vaxi til að koma í veg fyrir ofþornun og vaxinu fylgja ómettaðar fitusýrur, SumarBúster inniheldur hinsvegar aukið hlutfall mettaðra fitusýra sem eru auðmeltanlegar og umbreytast beint í mjólkurfitu. Kjarnfóðrið er svo ríkt af andoxunarefnum eins og E-vítamíni sem verndar fitusameindirnar og ásamt orkunni minnka líkur á að fríar fitusýrur (FFS) verði í einhverjum mæli mjólkinni. Þetta er áhugaverð nýjung og vert kynna sér hana nánar.

 

Fréttatilkynning frá Landstólpa.