Beint í efni

Kjarasamningur landbúnaðarverkafólks til Ríkissáttasemjara

28.06.2011

Þann 30. nóvember 2010 rann út samningur milli Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni hjá Ríkissáttasemjara fimmtudaginn 7. júlí.

BÍ hefur hins vegar kynnt stéttarfélögunum Framsýn á Húsavík og Bárunni á Selfossi þá skoðun samtakanna að þrátt fyrir að ekki hafi verið gengið frá kjarasamningi fyrir starfsmenn í almennum landbúnaðarstörfum á bændabýlum, verði greidd laun til félagsmanna í aðildarfélögun SGS, samkvæmt 10. flokki launatöflu sem samið var um í kjarasamningi SGS og SA frá 5. maí 2011. Sú launatafla fylgir hér með og gildir frá 1. júní sl. að telja.

Launaflokkur 10 (landbúnaðarverkamenn)

Byrjunarlaun

Eftir 1 ár

Eftir 3 ár

Eftir 5 ár

Eftir 7 ár

      184.711 kr.

      186.500 kr.

      188.316 kr.

      190.159 kr.

      192.030 kr.