Kínversk yfirvöld loka 4 af hverjum 10 afurðastöðvum!
18.01.2012
Undanfarið hafa yfirvöld í Kína farið mikinn við úttektir á afurðastöðvum og hefur ótrúlegum fjölda þeirra verið lokað vegna heilbrigðismála eða fjórum af hverjum 10. Árið 2011 voru gerðar úttektir á 1.176 afurðastöðvum sem unnu úr mjólk og í kjölfar rannsókna á aðstæðum í þessum afurðastöðvum var 426 þeirra lokað en 107 afurðastöðvar fengu undanþágur til betrumbóta innan ákveðins frests.
Í framhaldi af þessum málum hefur jafnframt orðið mikil aukning í lögreglukærum á hendur stjórnendum þessara afurðastöðva, þó svo ekki sé um slíkt að ræða í öllum tilfellum en á árinu 2011 tvöfaldaðist fjöldi slíkra kæra frá fyrra ári. Ráðherra þessara mála í Kína hefur jafnframt lofað því að yfirvöld muni halda áfram sambærilegum hreinsunum á þessu ári svo tryggja megi gæði kínverskra mjólkurvara/SS.