Kínverjar snúa vörn í sókn
17.01.2013
Eins og margoft hefur komið fram horfa flestir fulltrúar afurðastöðvanna í heiminum til Kína þegar rætt er um vænlega markaði. Það gera vissulega einnig þarlendar afurðastöðvar og félagið Inner Mongolian Yili Industrial Group hefur nú gert gott betur en að horfa á aðstæðurnar, félagið hefur nú keypt nýsjálenska afurðafélagið Oceania Dairy Group í þeim tilgangi að ná betri tökum á kínverska markaðinum. Tilgangur kaupanna er einfaldlega að komast inn á framleiðslumarkað mjólkurinnar og vinna hana í duft. Duftið verður svo flutt til Kína og notað í barnamat.
Viðskiptin námu 174 milljónum dollara eða um 22,3 milljörðum króna og er innifalið í kaupverðinu bygging á nýrri þurrkverksmiðju sem taka á í notkun árið 2014/SS.