Beint í efni

Kínverjar elska evrópska G-mjólk

03.07.2014

Drykkjarmjólk frá Evrópu með langt geymsluþol selst hreint ótrúlega vel í Kína og hefur innflutningur slíkrar mjólkur stóraukist á örfáum árum eða úr 8 þúsund tonnum árið 2010 í 150 þúsund tonn síðasta ár! Þýskar afurðastöðvar sitja á stórum hluta þessa markaðar en nærri annar hver seldur líter af G-mjólk í Kína kemur frá Þýskalandi.

 

Verðið fyrir líterinn er í dag á bilinu 270-370 krónur, sem kann að þykja verulega hátt en í samanburði við verð á ferskri innfluttri mjólk þá eru þetta hreinir smámunir. Áströlsk afurðastöð flytur nefninlega ferska drykkjarmjólk með flugi til Shanghaí og er líterinn seldur á litlar 700-900 krónur og fá víst færri en vilja. Áætlað er að á næstu 12 mánuðum muni innflutningur á ferskmjólk fara í um 20 milljónir lítra/SS.