
Kínverjar auka enn frekar innflutning mjólkurvara
03.07.2017
Rabobank, stærsti landbúnaðarbanki heims, gefur reglulega út markaðsskýrslur um landbúnaðarmál og nýverið kom út skýrsla bankans um kínverska mjólkurvörumarkaðinn. Í henni kemur m.a. fram að áætlað er að innflutningur Kína á þessu ári muni aukast verulega þegar líður á árið og alls muni innflutningur landsins á mjólkurvörum aukast um 20% á þessu ári í samanburði við fyrra ár.
Skýringin felst í því að afurðastöðvaverð í Kína hefur verið afar lágt undanfarið og hefur það leitt til þess að þar í landi hefur framleiðslan dregist saman bæði vegna minni framleiðslu búanna og þess að búum hefur fækkað m.a. vegna gjaldþrota. Eftirspurnin eftir mjólkurvörum í landinu hefur því ekki aukist verulega en þar sem landsframleiðslan fer minnkandi hefur tækifæri til innflutnings vaxið verulega. Sem fyrr er innflutningur mjólkurafurða borinn uppi af Nýja-Sjálandi, en fleiri og fleiri afurðafélög í Evrópu hafa jafnframt náð fótfestu á þessum gríðarlega stóra markaði og þá aðallega með G-vörur enda um langan veg að fara alla leið til Kína frá Evrópu/SS.