Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kína verður stærsti mjólkurvörumarkaður heims 2022

30.08.2017

Markaðssetning mjólkurvara í Kína gengur framar öllum vonum og eykst sala mjólkurvara þar jafnt. Samkvæmt nýrri spá, sem birt var í fréttamiðlinum Dairy Reporter, kemur fram að talið er að Kína verði orðinn stærsti markaður mjólkurvara í heiminum eftir fimm ár en í dag eru það Bandaríkin sem eru stærsti markaðurinn. Þá er vöxturinn innan Indlands eftirtektarverður en sá markaður er talinn verða sá fjórði stærsti í heiminum eftir fimm ár.

Sé litið til einstakra mjólkurvara þá er það hefðbundið jógúrt og drykkjarjógúrt sem gengur best í Kínverjana en aðrar mjólkurvörur eru einnig í vexti. Enn sem komið er byggir salan í Kína mikið til á innfluttum mjólkurvörum, en unnið er að því hörðum höndum að efla innanlandsframleiðslu Kína á mjólkurvörum bæði úr mjólk sem framleidd er í Kína en einnig úr innfluttu hráefni, sem þá er unnið í samvinnu kínverskra afurðafyrirtækja og erlendra afurðafyrirtækja/SS.