Beint í efni

Kína eykur innflutning á mjólkurdufti

01.03.2017

Það hefur reynst erfitt að átta sig á kínverska markaðinum undanfarið og hafa margir spákaupmenn farið flatt á því að reyna að lesa í innkaupahegðun kínverskra kaupenda á mörkuðum erlendis. Gott dæmi um þetta er hvernig innkaup á mjólkurdufti getur sveiflast gríðarlega mikið á milli einstakra mánuða sem og á milli sambærilegra tímabila á milli ára.

Í desember 2016 jókst t.d. innflutningur Kína á mjólkurdufti um 76% í samanburði við innflutning landsins í desember árið 2015. Alls voru flutt til landsins 34 þúsund tonn af mjólkurdufti í desember og er það aukning um 21% frá árinu 2015. Alls jókst innflutningur landsins á mjólkurdufti um 25% árið 2016 og virðist nú vera komin nokkuð stöðug og vaxandi eftirspurn í Kína á ný eftir mjólkurdufti, en skemmst er að minnast þess að fyrir tveimur árum stöðvaðist nánast þessi eftirspurn í Kína/SS.