Keypti fengna kvígu á 2,6 milljónir!
04.01.2011
Á breskum uppboðsmarkaði með búfé fór ein Limósín kvíga á metfé í liðnum mánuði. Á markaðinum voru eingöngu til sölu og sýnis Limósín gripir en þessi dagur er kallaður „Red Ladies Derby“ sem mætti kalla á íslensku „Rauða dömukeppnin“. Hæst dæmda kvíga sýningarinnar var undan hinu heimsþekkta nauti Goldies Terence en Terence er með einstaka eiginleika til kjötsöfnunar. Kvíga þessi, með sk. kjötverðmætaeinkunn upp á +52, var seld á 14.000 guines eða um 2,6 milljónir íslenskra króna. Til samanburðar má geta þess að gangverð á vel ættuðum Holstein kvígum var í desember
í Stóra-Bretlandi 1.842 guines eða um 350 þúsund íslenskar krónur.
Þess má geta að öll viðskipti með búfé í Stóra-Bretlandi byggjast enn ná myntinni guinea, en sú mynt var notuð í viðskiptum í Stóra-Bretland og reyndar öllu heimsveldi Breta á tímabilinu 1663-1813. Síðar tók pundið við í almennum viðskiptum en guinea hélt sem sagt velli í viðskiptum meðal bænda og gerir enn. 1 guinea er í raun 1,05 pund.