Beint í efni

Kennslumyndbönd um meðferð smákálfa

27.07.2013

Búnaðarsambandið VestJysk í Rinkøbing á Jótlandi hefur á undanförnum árum verið leiðandi í ráðgjöf til danskra kúabænda og nú hefur verið tekin enn eitt skrefið í þá átt en það er útgáfa á kennslumyndböndum. Fyrstu myndböndin fjögur lúta öll að meðferð broddmjólkur og smákálfa en það er Rikke Engelbrecht, sérfræðingur í fóðrun og meðferð smákálfa, sem hefur tekið efnið saman.

 

Þó svo að tal sé á dönsku og hugsanlega torskilið einhverjum hér á Íslandi þá er myndefnið afar skýrt og lýsir vel því hvernig á að standa að meðferð broddmjólkur og mjólkurgjöfinni. Með því að smella á meðfylgjandi hlekk ferðu á heimasíðu VestJysk búnaðarsambandsins og getur svo „rúllað“ niður síðuna til þess að skoða þessi fjögur kennslumyndbönd/SS.

 

http://www.vjl.dk/Raadgivning/Kvaeg/kvaegkalvesops.htm