Beint í efni

Kennslufjósið á Hvanneyri á áætlun

10.02.2004

Nýja fjósið á Hvanneyri er nú langt komið og styttist í að settar verði upp innréttingar og mjaltakerfi. Fjósið verður allt hið glæsilegasta með sérstakri aðstöðu fyrir gesti, kennslustofu, sér rými fyrir fóður og fóðurblöndun og síðast en ekki síst er fjósið hannað þannig að öll aðstaða til kennslu í nautgriparækt er eins og best verður á kosið.