Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Keenan í samvinnu við hátæknifyrirtækið Intel

29.09.2015

Írska fyrirtækið Keenan, sem  margir kúabændur hér á landi kannast við enda þekktur framleiðandi á heilfóðurvögnum, ætlar sér stóra hluti á komandi misserum en fyrirtækið hefur nú gert samkomulag við hátæknifyrirtækið Intel. Samstarf fyrirtækjanna er einkar áhugavert og byggir á því að hver einasti heilfóðurvagn verður nettengdur og mun senda upplýsingar jafn óðum og fóður er sett í hann upp í “ský” og þar tekur Intel við gögnunum og kemur þeim áfram til fóðursérfræðinga.

 

Fóðurblöndunin verður þar með tölvutengd sérfræðingum í rauntíma og fá bændur því jafnharðan upplýsingar um rétta blöndun og/eða betri uppskriftir að blöndu fyrir kýrnar sé talin ástæða til þess. Samstarfi Keenan og Intel er þannig ætlað að auðvelda kúabændum að fóðra kýrnar kórrétt á hverjum tíma og verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig þetta kerfi mun í raun koma út. Fyrstu vagnarnir frá Keenan sem verða útbúnir með tölvubúnaði frá Intel eru væntanlegir á markað innan skamms/SS.