Kaupfélag V-Hún. hækkar verð til kúabænda en með óbreytt greiðslukjör
21.06.2005
Kaupfélag Vestur Húnvetninga hefur nú hækkað verð sín til kúabænda á sláturgripum og greiðir eftir verðhækkunina hæstu verð í 9 flokkum nautgripakjöts. Eftir verðbreytinguna hjá Kaupfélagi V-Húnvetninga greiðir fyrirtækið hæsta verðið fyrir fimm gripi samkvæmt verðlíkani LK en vegna slakra greiðslukjara (30. dag næsta mánaðar eftir innlegg) lendir fyrirtækið í 6. sæti þar sem frádráttur vegna greiðslukjara vegur upp verðmuninn og gott betur.
Smelltu hér til þess að skoða verðskrá sláturleyfishafa
Smelltu hér til þess að skoða bestu verðin samkv. reiknilíkani LK