Beint í efni

Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhúsið á Hellu hækka afurðaverð

21.03.2023

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Sláturhúsið á Hellu tilkynntu í gær um hækkun á afurðarverði til bænda, en hækkunin tók gildi 20. mars sl.

UN gripir milli 200 og 260 kg. hækka allir um c.a. 10% á meðan að gripir yfir 260 kg. hækka um 3,5% að meðaltali. Gripir undir 200 standa í stað.

Í flokki KU (Ungar kýr) hækka O flokkar og betri, 200 kg. eða þyngri um 5% á meðan lakari flokkar standa í stað.  Þá hækkar kýrkjöt (K) yfir 200 kg. í þyngd um 5%.

Aðrir flokkar standa í stað.  KS og Sláturhúsið Hellu eru þannig annar aðilinn á eftir SS til að hækka verðskránna sína í ár.
Áhugavert er að sjá hér að mesta hækkunin er í milliþyngdarflokki UN gripa en það endurspeglar mögulega auglýsingar frá kjötfyrirtæki sem bauð núverið álag á alla gripi yfir 200 kg. 

Þá er vert að taka það fram að Sláturfélag Vopnfirðinga hefur ákveðið að greiða skv. verðskrá Norðlenska og hefur það verið uppfært í verðskránni.