Beint í efni

Kaupa vélar til að skera ost og 64 missa vinnu!

16.10.2010

Í tengslum við mikla uppbyggingu á Arla hefur nú verið ákveðið að sameina alla ostasneiðaframleiðslu félagsins í þrjár afurðastöðvar: í Svíþjóð, í Danmörku og í Póllandi en um leið verður þremur öðrum vinnslum lokað. Þessi breyting mun spara Arla 40 milljónir danskra króna á ári eða um 830 milljónir íslenskra króna enda munu vélar leysa af hólmi handverk og alls verður 64 sagt upp af þessari ástæðu. Eftir þessa hagræðingaraðgerð telja forsvarsmenn félagsins að sneiðostaframleiðsla

Arla verði afar vel samkeppnishæf á ný.

 

Félagið selur nú árlega 24 þúsund tonn af sneiddum osti en samkvæmt rekstaráætlun fyrir árið 2015 er markmið Arla að selja 39 þúsund tonn það ár og verður þá á ný þörf fyrir nýráðningar í þá deild Arla sem sér um að sneiða niður ostana!