Katie Couric með mjólkurskegg
01.06.2013
Nýverið var hin fræga bandaríska sjónvarpskona Katie Couric fengin til þess að taka þátt í ”Got milk” auglýsingaherferð þarlendra afurðastöðva. Katie tók þátt í þessu ásamt dætrum sínum en Katie hefur mikinn áhuga á að efla vitneskju bandarískra neytenda um hollt matarræði og mikilvægi þess að neyta mjólkurafurða.
Markaðsherferðin ”Got milk” hefur nú staðið í fjölmörg ár og hafa fleiri en 300 þjóðþekktir einstaklingar ljáð verkefninu lið. Hin nýja auglýsing verður frumsýnd fljótlega en hægt er að sjá viðtal við Katie um skýringar þess að hún ákvað að vera með í átakinu hér: http://www.youtube.com/watch?v=GFkReoBvC5I.
Hægt er að nálgast margar skemmtilegar ”Got milk” auglýsingar á veitunni YouTube, m.a. þessa hér með ”The Rock” sem sýnd var í auglýsingahléi ”Ofurskálarinnar”: http://www.youtube.com/watch?v=lpOeHnotqDQ /SS.