Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Katar flytur inn kýr með flugi

19.07.2017

Eftir að nokkur lönd í Mið-Austurlöndum settu Katar í viðskiptabann vegna gruns um stuðning landsins við öfgasamtök fór fljótlega að bera á vöruskorti í landinu eins og búast má við þegar um viðskiptabann er að ræða. Eitt af því sem fljótlega vantaði voru mjólkurvörur og landið er ekki beint þekkt fyrir mjólkurframleiðslu og hvað gerir auðugt land í slíku tilfelli? Jú pantar bara nokkur þúsund kýr á einu bretti og flytur inn með flugi!

Samstaðan um viðskiptaþvinganir gegn Katar er, enn sem komið er amk., ekki víðtæk og því gat landið leitað til nokkurra landa og fundust áhugasamir seljendur í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Ástralíu og var gengið frá kaupum á fjögur þúsund kúm og kvígum. Þessa dagana er verið að flytja þær til Katar og er notuð sérstaklega útbúin flutningavél til þess, sem þarf að fara í 60 flug til þess að flytja alla þessa gripi. Í Katar tekur svo við gripunum sérstök loftkæld fjós enda er algengur útihiti nú um stundir í kringum 40-48 gráður/SS.