Beint í efni

Kasakstan að verða stærsti kornútflytjandi í heimi?

24.07.2003

Ef fram fer sem horfir verður Kazakstan stærsti hveitiútflytjandi í heimi, eftir mikinn uppskerubrest í bæði Úkraínu og Rússlandi. Stjórnvöld í Kazakstan reikna með að 5,5 milljón tonn, af um 12,5 milljón tonna uppskeru, fari til útflutnings. Ef fram fer sem horfir verður landið sjötti stærsti útflytjandi á korni og jafnframt stærsti útflutningsaðilinn sem er ekki fyrirtæki heldur stjórnvald.