Kanadískar afurðastöðvar sameinast
21.02.2013
Í Kanada, rétt eins og hér á landi, eru starfrækt samvinnufélög kúabænda á sviði mjólkurvinnslu og það stærsta þeirra heitir Agropur og er það raunar stærsta afurðafélag Kanada. Agropur er með 3.288 félagsmenn, 25 afurðastöðvar og vinna árlega úr 3,2 milljörðum lítrum mjólkur. Þótt félagið sé í dag það stærsta í Kanada heftir það ekki stefnu þess í að stækka enn frekar og sameinast öðrum sambærilegum félögum.
Annað samvinnufélag kúabænda í Kanada er öllu smærra og heitir Farmers Co-operative Dairy. Þetta félag telur 116 félagsmenn og gerir út frá Bedford í Nova Scotia sem er í nágrenni við Halifax. Félagsmenn þessa félags eru 116 talsins og nýverið var gengið frá samkomulagi um sameiningu þessa félaga.
Þó svo að ávinningurinn af sameiningu blasi etv. ekki við, þar sem annað félagið er með megin starfsemi í suðurhluta Kanada og norð-austurhluta Bandaríkjanna og hitt íí Nova Scotia, Nýfundnalandi og Labrador, þá telja bændurnir farsælt að sameina félögin.
Þessi samruni er sá fyrsti sem Agropur fer í á síðustu áratugum en kemur á engan hátt á óvart, enda hafa meira eða minna öll stærri samvinnufélögin sem eru í mjólkurvinnslu í heiminum farið í samruna við önnur á undanförnum árum í þeim tilgangi að tryggja kúabændum betri kjör og spyrna við fótum gegn afli stórra verslunarkeðja/SS.