Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kalkskortur of algengt vandamál

16.01.2016

Ný rannsókn, sem gerð var á 7 þúsund einstaklingum í 80 löndum, sýnir skýrt að kalkneysla er langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem gilda í dag fyrir daglega neyslu. Að jafnaði nam neyslan 594 mg. af kalki á dag en rannsóknin var framkvæmd af IOF sem eru alþjóðleg beinþynningarsamtök.

 

Ráðlagt magn kalkneyslu á dag eru 1.000 mg. fyrir fullorðna og 1.300 mg. fyrir ungt fólk á aldrinum 9-18 ára. Þá er fólki sem er eldra en 70 ára ráðlagt að neyta 1.200 mg. af kalki daglega. Skortur á kalkneyslu getur leitt til bæði beinþynningar, vandamála með sjón og leitt til hjartavandamála. Eitt mjólkurglas inniheldur um 300 mg. af kalki en mjólkurvörur eru taldar med bestu kalkgjöfum sem völ er á/SS.