Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kálfarnir velja sjálfir þurrt undirlag

25.07.2012

Það kemur trúlega fáum á óvart að rannsókn hafi sýnt að smákálfar velja þurrt og mjúkt undirlag, þegar þeir velja sjálfir – en þó er alltaf gott að fá vísindalegar staðfestingar á góðum vinnureglum og hefðum. Frá þessari niðurstöðu er greint í helsta vísindatímariti heimsins á sviði nautgriparæktar, Journal of Dairy Science en rannsókn var gerð á Holstein smákálfum í Kanada og þeim gefið færi á að velja mismunandi undirlag til þess að liggja í.
 
Rannsóknin var á margan hátt athyglisverð þar sem kálfarnir gátu valið um að liggja á þurru sagi (90% þurrt), hálfblautu sagi (74% þurrt) og allt niður í það að liggja í rennblautu sagi (29% þurrt). Kálfarnir völdu alltaf þurrt undirlag ef það var í boði. Þegar þeir gátu hinsvegar ekki valið um mismunandi undirlag kom berlega í ljós hve ríka leguþörf smákálfar hafa. Að jafnaði lágu kálfarnir 17 klukkustundir á dag, jafnvel þótt undirlagið væri rennblautt. Niðurstöðurnar sýna enn á ný hve ríka leguþörf smákálfar hafa og að ef þeir fengu að ráða væri legusvæðið alltaf þurrt/SS.