Kæra Lely til lögreglunnar
04.11.2015
Við sögðum frá því í liðinni viku að Lely hefði verið sakað um ólöglegt verðsamráð í Danmörku og að þess væri nú beðið að þarlend samkeppnisyfirvöld myndu ákveða með framhald málsins. Nú liggur ákvörðun fyrir og er hún væntanlega mikið áhyggjuefni fyrir fyrirtækið enda var ákveðið að senda málið til lögreglunnar vegna gruns um að fyrirtækið hafi hlunnfarið bændur með athæfi sínu.
Málið fer því nú til saksóknara „Fjárglæframála og alþjóðlegrar glæpastarfsemi“ (SØIK) sem mun leggja mat á refsiramma málsins og hvort farið verið með málið fyrir dómstóla. Þess ber að geta að mál þetta byggir á samstarfi Lely innan Danmerkur sem ekki er lengur til staðar, en breytt var um samstarfsaðferðir eftir að húsleit var gerð hjá fyrirtækinu árið 2011 eins og hægt er að lesa nánar um í frétt okkar frá 24. október sl. með því að smella hér/SS