Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kælikerfi fyrir kálfaskjól

21.11.2016

Víða erlendis eru kálfar hafðir í litlum kálfaskjólum, sem hentar sérstaklega vel þar sem smitsjúkdómar herja á kálfa. Kálfaskjólin veita þeim skjól fyrir vindi og rigningu auk þess að vera með mjúku undirlagi. Þau verja kálfinn hinsvegar ekki fyrir umhverfishitanum og kemur það ekki að sök á veturna þegar frost er, enda þola kálfar frost en á sumrin hitar sólin þessi skýli verulega enda úr þunnu plasti og oft er hreinlega allt of heitt inni í þessum skýlum.

 

Nýverið komu á markaðinn lausnir á þessu og er lausnin einfaldari en margir halda. Um er að ræða filmu sem sett er á þessi kálfakjól en filman speglar geislum sólar frá yfirborði kálfaskjólsins og hindrar þannig að sólargeislarnir nái að hita upp. Þó svo að ekki sé beint brýn þörf fyrir kálfaskjól sem þessi hér á landi minnir þetta vandamál á að sé hitastigið á kálfunum of mikið þrífast þeir verr, svo allt sem hægt er að gera til þess að loftræsta vel í kringum kálfana er ætíð af hinum góða/SS.