Beint í efni

Julian Cribb: Upptökur og fréttaumfjöllun

18.10.2011

Húsfyllir var á fyrirlestri Julian Cribb sem haldinn var í vikunni í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri. Hér á vefnum er hægt að nálgast upptökur af fundinum ásamt ýmsum viðtölum og annarri umfjöllun í tengslum við fundinn:

UPPTAKA af fyrirlestri Julian Cribb
Glærur - pdf
Umræður - upptaka

Julian Cribb fékk töluverða athygli fjölmiðla á meðan dvöl hans stóð en hér undir eru tenglar á þau viðtöl og aðra umfjöllun sem eru aðgengileg á vefnum:

- Kastljósviðtal Þóru Arnórsdóttur við Julian Cribb, 13. okt. Upptaka

- Bændablaðið 13. okt. 4 síðna kálfur um málefnið. Viðtal við Cribb o.fl. Greinar. Dreift í 24 þúsund eintökum og í 40 þúsund eintökum með helgarblaði Morgunblaðsins. Skoða

- "Gríðarleg sóun á mat". Viðtal við Áslaugu og Grím í morgunútvarpi Rásar II, 14. okt. Hlusta 

- "Matvælaframleiðsla morgundagsins". Viðtal við Sjöfn Sigurgísladóttur í morgunútvarpi Rásar II, 17. okt. Hlusta

- Útvarpsviðtal í Speglinum eftir kvöldfréttir Rúv, 17. okt. Hlusta

- Eyjan. "Telur gríðarleg tækifæri felast í landbúnaðarþekkingu Íslendinga fyrir heiminn". Skoða

- Forsíðufrétt Fréttablaðsins og viðtal við Julian Cribb á bls. 4, 17. okt. Skoða

- "Hörmungar ef matvælaframleiðsla eykst ekki". Sjónvarpsfréttir Rúv, 17. okt. Sjá

- "Óttast hungursneyð". Sjónvarpsfréttir Stöðvar II, 17. okt. Sjá

- Frétt á Bændablaðsvefnum eftir fundinn, 17. okt. Skoða

Það voru Bændasamtök Íslands, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, Landbúnaðarháskóli Íslands og Landgræðsla ríkisins sem stóðu að komu Julian Cribb til landsins en ferð hans hingað var hluti af fyrirlestrarferð til Evrópu.