Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Júgurbólga og frjósemisvandamál fylgjast að

25.11.2017

Júgurbólga og frjósemisvandamál hjá kúm eru án nokkurs vafa þau vandamál sem kosta kúabændur um allan heim lang mest og slakur árangur veldur umfangsmiklu tapi kúabúa. Þetta var umtalsefni á árlegum fundi um frjósemi nautgripa sem haldinn var í Reno í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði. Þar kom fram, í máli vísindafólks frá háskólanum í Wisconsin-Madison í Bandaríkjunum með hina þekktu internetstjörnu Pamelu Ruegg í broddi fylkingar, að þó svo að fæstir tengi beint saman júgurbólgu- og frjósemisvandamál þá sé tilfellið að afar margt sé skylt með þessum tveimur vandamálum.

Pamela benti m.a. á að margar rannsóknaniðurstöður sýndu að júgurbólgusýking getur haft neikvæð áhrif á náttúrulegt gangmál kúnna, haft hamlandi áhrif á frjósemina þrátt fyrir egglos og jafnvel ýtt undir fósturlát. Skýringarnar á þessu samhengi má rekja til líffræðilegra varna líkamans þegar hann ræðst á sýkingarvald júgurbólgunnar. Þetta samhengi þessara tveggja kvilla er sterkast á tímabilinu frá sæðingu þar til fang hefur verið fest og sýna rannsóknir að bæði sýnileg og dulin júgurbólga geta hæglega haft þessi neikvæðu áhrif á frjósemina.

Með öðrum orðum má segja að ef tekist er tímanlega á við bæði dulda og sýnilega júgurbólgu og unnið að því að draga úr tíðni þeirra með markvissum hætti getur auka ávinningur þeirrar vinnu verið bætt frjósemi.

Byggt á umfjöllun um efnið í nóvemberhefti tímaritsins Hoard‘s Dairyman/SS.